Hér finnur þú yfirlit yfir forrit og lausnir sem virka á iPad. Þetta eru hlutir sem við höfum verið að nota í þó nokkurn tíma og hafa gefist vel

Stillingar á skjá

Við getum stillt skjáinn og hvernig allt birtist okkur í iPadinum á fjölmarga vegu. Allt frá mismunandi litum til þess að hafa litina öfuga til að minnka augnþreytu af tækinu

Swiftkey lyklaborðið

Swiftkey frá Microsoft er algjörlega frábært lyklaborð fyrir nemendur sem eiga erfitt með að skrifa rétt og eru lengi að skrifa. Lyklaborðið spáir fyrir um hvað notandinn er að segja og leiðréttir stafsetningavillur. Hægt er að skrifa á fjölmörgum tungumálum og nýta lyklaborðið til að skila af sér góðum texta

SnapType Pro 2

Þetta forrit gerir nemendum kleift að nota iPadinn og lyklaborðið til að leysa verkefni í vinnubókum. Það er hægt að skrifa texta, stækka hann og minnka og færa hann til. Einnig er hægt að nota penna til að tengja á milli eða gera einfaldar teikningar eða leysa stærðfræðidæmi.

Edge vafrinn

Með Immersive Reader í Edge vafranum er hægt að láta hann lesa vefsíður upphátt á íslensku og einnig að þýða þær yfir á önnur tungumál og lesið þær upp á viðkomandi tungumáli