Google Docs er ritvinnslan í Google. Í Docs er unnið með texta og virkar Docs eins og Word en ekki með eins mörgum valmöguleikum. Við notum Docs í ritunarverkefni, ritgerðir og þess háttar. Fjölmargar viðbætur er hægt að sækja í Docs sem auðvelda kennurum og nemendum að framkvæma ýmsa hluti sem ekki er hægt annars staðar. Við mælum með að kíkja á Viðbætur síðuna til að sjá hvað við erum að nota.

Docs, byrjum á

Hvernig við opnum Docs og skírum skjalið. Grunnstillum texta svo Docs opnist alltaf eins og við viljum en ekki bara með 12p TimesNew Roman. Hvernig við breytum bakgrunnslit og útliti á síðu. Hvernig staðset ég skjalið ef ég man ekki hvar ég vistaði það? Hvernig færi ég skjalið í aðrar möppur innan Docs. Hvernig deili ég skjalinu. Hvernig stilli ég deilingarheimildir?

Docs, sýsla með myndir

Hvernig við sækjum og setjum inn myndir í Docs, bæði úr tölvu og af neti. Hvernig stilli ég myndina þegar hún er komin inn í skjalið mitt. Hvernig klippi ég myndina til (Crop) inni í skjalinu.

Draftback

Draftback er skemmtileg viðbót sem tengist við Google Chrome en notast með Google Docs. Þessi viðbót skannar skjalið og spilar hvernig nemandinn skrifaði skjalið. Ef t.d. það kemur mikill texti allt í einu í skjalið þá er það merki um að textinn hafi verið kóperaður inn í skjalið. Einnig er hægt að smella á hlekk efst á spilaða skjalinu og þá sést klukkan hvað var verið að vinna í því og hversu mörg slög hver og einn lagði til í skjalið. Þannig er hægt að fylgjast með í hópavinnu hvernig nemendur hafa unnið verkefnið.

Full Deck for Google Docs

Vefsíðan unsplash.com er algjör snilld fyrir okkur sem viljum ekki þurfa að hafa áhyggjur af höfundaréttarvörðum ljósmyndum til að nota þegar við erum að búa til efni. Þarna inni eru þúsundir af myndum frá atvinnuljósmyndurum sem eru fríar. Full Deck opnar rennu hægra megin með leitarglugga. Maður skrifar inn að hverju verið er að leita og myndirnar birtast fyrir neðan. Smellt er á mynd sem á að nota og hún dettur inn í skjalið þar sem bendillinn er.

Docs, kanna hnappurinn

Kanna hnappurinn eða explore hnappurinn gerir okkur kleift að tengja saman texta og ytri heimildir. Með því að ýta á hnappinn skannar Google textann og kemur með mögulegar heimildir sem hægt er að vísa í ásamt því að stinga upp á myndum sem tengjast því sem skrifað er um. Allt þetta skráist svo inn í skjalið með heimildum.

Docs, raddinnsláttur

Google Docs gerir okkur og nemendum kleift að tala við forritið og skrifar það texta niður eftir því hvað við erum að segja. Þetta er einfalt að opna og nota en getur nýst fjölmörgum sem eiga við skriftarörðugleika að stríða.

Docs, hagnýtir hlutir

Taka burtu header og footer svo skjölin séu hrein þegar maður prentar. Sækja skjölin sem Word eða PDF til að senda frá sér. Senda sem viðhengi til að sleppa því að sækja skjölin áður en þau eru send í tölvupóstinum. Sýna fjölda orða, orðatalning.