Gmail forritið er mjög einfalt og árangursríkt póstforrit með fjölmörgum stillimöguleikum sem auka vinnuflæði. Hér eru myndbönd sem geta hjálpað ykkur að stilla forritið eftir ykkar þörfum

Gmail, stillingar

Hvernig við festum flipann svo við þurfum ekki alltaf að opna póstinn í nýjum flipa. Hvernig við stillum pósthólfið til að auðveldara sé að lesa póstinn án þess að þurfa alltaf að ýta á og fara inn í skilaboðin. Hvernig við setjum tákn á flipann til að láta okkur vita hvað mikið er af ólesnum pósti.

Framsending úr Outlook

Ef við viljum hafa póstinn okkar á sama stað er lítið mál að framsenda hann úr Outlook í Gmail. Við skoðum hérna hvernig það er gert.

Að raða pósti í möppur

Hvernig við röðum pósti sem kemur inn í Gmail í möppur og setjum reglur um hvert póstar eiga að fara þegar þeir koma inn í pósthólfið okkar.

Að nota flýtilykla

Flýtilyklar eru frábær leið til að auðvelda vinnuna og spara tíma. Hér sérðu hvernig þú kveikir á flýtilyklum og hvaða flýtilykla er þægilegast að nota. T.d. til að byrja póstskeyti.