Með því að nota rafræn próf geta kennarar sparað sér umtalsverðan tíma í yfirferð sem hægt er að nota í aðra og skemmtilegri hluti. Á þessari síðu finnur þú fjölmörg próf og verkefni sem hægt er að leggja fyrir nemendur í Google kerfinu og fá niðurstöður samstundis um leið og prófi er lokið. Við mælum með því að þið kynnið ykkur myndböndin í Google Forms hluta síðunnar ef þið viljið læra hvernig á að leggja þessi próf fyrir nemendur.

Stærðfræði – kaflapróf

Á þessari síðu er hægt að nálgast kaflapróf í stærðfræði úr Stiku og Skala. Alltaf er verið að bæta við gagnasafnið. Prófin eru öll á Google Forms sniði og með því að smella á þau vistast þau á Google Drive. Þar er hægt að breyta þeim og stilla eftir þörfum áður en þau eru send út. Prófin eru með innbyggðum svarlykli en gott er að athuga stigin og breyta ef svo ber undir. Sjá meira …

Orðarún

Samkvæmt MMS eiga nemendur að taka lesskilningspróf tvisvar sinnum að vetri frá 3.bekk til 8.bekk. Hérna finnur þú öll prófin á rafrænu formi með innbyggðum svarlykli. Hægt er að hlaða þeim niður á Drifið ykkar og eignast prófið þannig og senda það út til nemenda. Sjá meira…

Sagnapróf í ensku á unglingastigi

Hérna er hægt að fara og sækja fjölmörg sagnapróf sem unnin hafa verið á Google Forms og eru með innbyggðum svarlykli. Prófin eru frá Rögnu Kristjánsdóttur, enskukennara í Giljaskóla á Akureyri og birtum við þau hér með hennar leyfi. Sjá meira

Sagnapróf í dönsku

Hérna er hægt að fara og sækja fjölmörg sagnapróf sem unnin hafa verið á Google Forms og eru með innbyggðum svarlykli. Prófin eru frá Einari Loga Vilhjálmssyni, dönskukennara í Síðuskóla á Akureyri og birtum við þau hér með hans leyfi. Sjá meira