Nearpod fyrirlestrarforritð er algjörlega einstakt þegar kemur að kennslu. Forritið er á skýi fyrir kennarann og þar getur þú hlaðið upp gömlu glærunum þínum og bætt við aragrúa af gagnvirku efni á milli. Glærurnar og gagnvirka efnið fer síðan beint í tæki nemenda og þar geta þau unnið með efnið og sent inn svör, myndir og margt, margt fleira sem safnast saman á þínu svæði.