
Grunnþættir Google
Farið verður vel í algengustu hluta Google kerfisins og hvernig við notum það í námi og kennslu. Áhersla á kennarann og hans störf.
Fámenn vinnustofa með áherslu á þig
Tveir kennarar og nægur tími til að aðstoða og kenna. Farið verður vel í efnið og nægur tími gefinn til að ljúka efnisþáttum.


Hagnýtt, gagnlegt og skemmtilegt
Námskeiðið er byggt upp með ykkur í huga svo að tæknin nýtist ykkur strax í starfi ykkar með nemendum.
Kennarar vinnustofunnar
Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason eru saman með áratuga reynslu af tækni í skólastarfi og hafa haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið út um allt land.
Námskeiðið kostar 20.000 kr á mann og er hægt að sækja um endurgreiðslu í Verkefna- og námstyrkjasjóð KÍ. Námskeiðið verður haldið í stofu 303 í Giljaskóla á Akureyri.
