Á vef MMS er að finna fjölmörg veföpp fyrir spjaldtölvur. Hér getur þú ýtt á þau öpp sem virka fyrir spjaldtölvur og fengið upp QR kóða til að varpa á sjónvarp/skjávarpa. Nemendur nota svo myndavélina í iPadinum til að virkja QR kóðann og fara þá beint inn á viðkomandi síðu án þess að þurfa að slá inn slóðina sem getur reynst yngri nemendum erfitt.