Á þessari síðu er ætlunin að vera með kynningu á kennsluforritum sem ekki heyra undir Google kerfið. Við ætlum að fjalla um þau forrit sem við erum að vinna með og notast við myndir, myndbönd og texta til útskýringar.

Nearpod

Nearpod fyrirlestrarforritð er algjörlega einstakt þegar kemur að kennslu. Forritið er á skýi fyrir kennarann og þar getur þú hlaðið upp gömlu glærunum þínum og bætt við aragrúa af gagnvirku efni á milli. Glærurnar og gagnvirka efnið fer síðan beint í tæki nemenda og þar geta þau unnið með efnið og sent inn svör, myndir og margt, margt fleira sem safnast saman á þínu svæði. Umfjöllun…