Á þessari síðu finnur þú kennslumyndbönd og upplýsingar um þau forrit sem við erum að nota í Google kerfinu. Sífellt fleiri skólar eru að færa sig yfir í Google Workspace for Education, kennurum og nemendum til hægðarauka, en oft hefur skort upp á nauðsynlega kennslu á kerfið. Við hugsum þetta efni fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin og langar til að læra meira um hvernig hægt er að nota Google í námi og starfi.

Google Drive

Google Drive er skjalageymslan ykkar í skýinu. Með Drive er leikur einn að geyma það sem þú vilt, deila því og nálgast hvar sem er. Drive býður upp á mikla möguleika í samvinnu og samstarfi ásamt því að vera byrjunin á flestu því sem þú ætlar að gera með Google Sjá meira

Google Viðbætur

Eitt af því sem gerir Google kerfið svo gott fyrir kennara og nemendur er möguleikinn á að sérsníða forritin eftir notkun hvers og eins. Að bæta inn viðbótum er eins og að bæta við forritum án þess að kerfisstjórinn þurfi að koma þar að. Sjá meira…

Google Forms

Google Forms notum við til að taka rafræn próf, senda út spurningalista og safna upplýsingum á einfaldan hátt með rafrænum hætti. Sjá meira

Google Docs

Google Docs er ritvinnsluforritið í Google. Forritið er nokkurs konar einföld útgáfa af Word en með mörgum hlutum sem Word býr ekki yfir þegar kemur að samskiptum við nemendur, viðbótum og fleira. Sjá meira…

Google Slides

Google Slides er glæruforritið í Google. Forritið býr yfir miklum möguleikum og hægt er að gera flottar glærur á einfaldan og fljótlegan hátt. Sjá meira

Google Sites

Google Sites gerir þér og nemendum kleift að búa til einfaldar heimasíður í Google. Heimasíðurnar er t.d. hægt að nota sem verkefnaskil í stað glærugerðar eða til að halda utan um vinnu nemenda sem rafræn ferlibók. Sjá meira…

G-Mail

G-Mail forritið sér um póstinn í Google kerfinu. Við sýnum hvernig þið getið stillt forritið á ýmsa vegu til að auka skilvirkni og utanumhald. Sjá meira…

Google Drawings og meira

Google Drawings er lítið forrit til að sýsla með myndir í Google kerfinu. Drawings getur ótrúlegustu hluti og sýnum við nokkra hluti sem hægt er að gera til að leggja fyrir verkefni í sambandi við Google Classroom og fleira. Sjá meira…

Google Admin

Að kunna á Admin kerfið er nauðsynlegt þegar skólar eru farnir að nota Google í sífellt meira mæli. Hérna inni finnur þú helstu aðgerðir og leiðir til að einfalda vinnu kennara og spara tíma t.d. með því að gera grúppur, setja notendur í hópa og fleiri stillingar og aðgerðir. Sjá meira…