Google Slides er glæruforritið í Gsuite. Forritið er einfalt og þægilegt í notkun og hefur marga hluti sem ekki er hægt að finna í öðrum sambærilegum glæruforritum. Við bendum ykkur á að kíkja á viðbæturnar sem fylgja Slides og sérstaklega á Kanna hnappinn sem virkjar gervigreindina til að setja upp glærur fyrir mann með tilheyrandi tímasparnaði.