Google Docs er ritvinnslan í Google. Í Docs er unnið með texta og virkar Docs eins og Word en ekki með eins mörgum valmöguleikum. Við notum Docs í ritunarverkefni, ritgerðir og þess háttar. Fjölmargar viðbætur er hægt að sækja í Docs sem auðvelda kennurum og nemendum að framkvæma ýmsa hluti sem ekki er hægt annars staðar. Við mælum með að kíkja á Viðbætur síðuna til að sjá hvað við erum að nota.