Bergmann Guðmundsson

Google Certified Teacher 1 og 2 I Google Innovator. Bergmann starfar sem verkefnisstjóri við Giljaskóla á Akureyri og hefur starfað sem  grunnskólakennari síðan 1996.

Hans Rúnar Snorrason

Google Certified Teacher 1 og 2. Hans Rúnar er verkefnisstjóri við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og hefur starfað sem grunnskólakennari síðan 1997.

Við erum grunnskólakennarar með brennandi áhuga á samþættingu kennslu og tækni. Við trúum því að tæknin muni skipa stærri sess í lífi okkar og þá sérstaklega næstu kynslóða og að skólarnir eigi að vera í fararbroddi þegar kemur að því að flétta saman tækni og líf. Við höfum haldið námskeið, málstofur og fyrirlestra út um allt land og séð þörfina fyrir íslenskt kennsluefni í grunnþáttum tækninnar sem nýtist öllum kennurum sem eru að byrja að fikra sig áfram með tækni og kennslu.

Við biðjum ykkur endilega að hafa samband við okkur ef ykkur finnst eitthvað vanta eða betur mega fara á síðunni. Einnig er allt umtal vel þegið og ef ykkur líst á þá er um að gera að kynna þetta fyrir samkennurum.

Með fyrirfram þökk, Bergmann og Hans Rúnar.

bergmann@giljaskoli.is

hans@krummi.is

Snjallkennslan fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði mennta og lista frá Rótarýklúbbi Íslands þann 10.október 2020.