• Stig: Mið-og unglingastig
  • Fag: Annað
  • Tegund: Kennsluverkefni
  • Höfundur efnis: Margrét Hugadóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir og Krista Hall

Stutt lýsing á verkefni:
Hægt að útfæra verkefnið þannig að það verði samþættingarverkefni. Náttúrufræði, stærðfræði, íslenska, enska, danska geta unnið að þessu saman. Kennarar geta útbúið verkefnalýsingu fyrir hvern dag og/eða sett inn lokaskil þar sem nemandi skipuleggur/gerir aðgerðaráætlun um verkefni sitt. (Fer svolítið eftir aldri nemenda). Nemendur finna sér rannsóknarefni í umhverfismennt sem þeir vilja kanna dýpra og kynna lausn sína á þann hátt sem þeir kjósa. Nemendur skila svo inn lýsingu á lausn sinni inn á google classroom. Það getur verið slides kynning, kahoot, sheets skjal, docs skjal, mynd eða jafnvel myndband.

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)
http://www.erjordinihaettu.com/

Athugasemdir / Annað:
Vel hægt að gera samþættingarverkefni úr þessu verkefni. Virkilega flottar leiðbeiningar til bæði kennara og nemenda á síðunni.