• Stig: Mið-og unglingastig
  • Fag: Stærðfræði
  • Tegund: Kennsluverkefni
  • Höfundur efnis: Ingileif

Stutt lýsing á verkefni:
Stærðfræði

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)
Í bókunum Stærðfræði undir berum himni er t.d. verkefnalýsing á því hvernig nemendur geta búið til rúmmetra úr snjó. Það má útfæra það verkefni á marga vegu.

Athugasemdir / Annað:
Verkefnin í bókunum Stærðfræði undir berum himni eru verkleg og taka mið af nærumhverfi nemenda. Í þeim er einnig reiknað með því að nemendur séu ekki í hefðbundinni kennslustofu. Verkefnin byggja þó að mestu á hópastarfi og samtölum nemenda á milli og kennara við nemendur. Þrátt fyrir það á að vera hægt að skoða verkefnin í þessum bókum og aðlaga þau breyttum aðstæðum. Nemendur geta unnið hver fyrir sig og hist svo með kennara í vefstofu til að ræða vinnslu verkefnisins, framvindu þess og niðurstöður. Flestir skólar eiga þessar bækur og í þeim eru góðar kennsluleiðbeiningar.