• Stig: Mið-og unglingastig
  • Fag: Stærðfræði
  • Tegund: Kennsluverkefni
  • Höfundur efnis: Ingileif

Stutt lýsing á verkefni:
Nemendur velta fyrir sér hvernig þeir gætu gert upp herbergið sitt og hvað þyrfti að gera. Þeir finna út á netinu hvað þarf til af t.d. málningu og/eða gólfefni eða öðru. Þeir reikna út hvað þarf að kaupa mikið af því sem þeir þurfa og finna út hvað það myndi kosta. Skilin eru í sjálfu sér valfrjáls; myndir, myndband, teikningar og/eða útskýringar og útreikningar á hvaða miðli sem hentar kennara og nemanda. Þetta er útfærsla á gömlu verkefni þar sem nemendur fóru í vettvangsferð í byggingavöruverslanir til að finna út verð á málningu og gólfefnum. Slóð á lýsingu á því verkefni fylgir hérna fyrir aftan. Það er hægt að útfæra á nokkuð marga vegu. Þar eru nöfn nemenda sem löngu eru orðin fullorðin og ég met það svo að þessi nafnabirting varði ekki persónulög 🙂

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)
https://drive.google.com/file/d/1XdK9XePzG-rs4Di1ycxChWJXPeg9scX-/view?usp=sharing

Athugasemdir / Annað: