• Stig: Unglingastig
  • Fag: Náms-og starfsfræðsla
  • Tegund: Kennsluverkefni
  • Höfundur efnis: Margrét Arnardóttir

Stutt lýsing á verkefni:
Nemendur eiga að vinna teiknimyndasögu, söguveg eða hugarkort á pappír eða í tölvu. Hugmyndin er sú að nemendur átti sig á hversu mikil samskipti þeir eiga við alls kyns fyrirtæki og stofnanir dags daglega með þvi´að kortleggja eigin athafnir.

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)
https://docs.google.com/document/d/1FvlIBVtqUvgOHoz3oHwHTbSB_JLXe01cE1dCW1PkDVM/edit?usp=sharing

Athugasemdir / Annað:
Nemendur hafa yfirleitt byrjað smátt á t.d. búðinni, bankanum og símafyrirtæinu en átta sig svo á að þeir þurfa að fara í klippingu og til læknis. Þegar þau síðan uppgötva að síminn sem þau nota tengist einhverju fyrirtæki sem og tölvuleikirnir þá fer boltinn yfirleitt að rúlla og þau átta sig á hvernig þau tengjast umheiminum á svo miklu víðtækari hátt en þau héldu í fyrstu. Þetta er skemmtilegt verkefni sem má útfæra á ýmsa vegu.