• Stig: Miðstig
  • Fag: Læsi í víðum skilningi
  • Tegund: Kennsluverkefni
  • Höfundur efnis: Ingunn M. Óskarsdóttir

Stutt lýsing á verkefni:
Nemendur halda skráningar varðandi hagi sína á þessu skrítnu tímum. Hægt er að láta nemendur skrá hjá sér fyrirfram ákveðna þætti, eins og lestur, hreyfing, veðrið og fleira. Kennarar geta svo notað þessar upplýsingar til að vinna hin ýmsu verkefni. Stærðfræði: súlurit yfir hversu mikið nemandi las í eina viku. Ritun: bókagagnrýni, eða segja frá bókinni sem nemendur lásu. Ritun: skrifa niður hreyfiáætlun með stuttri lýsingu. Nemendur geta líka geymt þessi skrif og tekið þau svo aftur upp eftir einhvern tíma (kannski ár) og borið saman breytinguna á sínu lífi. Ákveðin heimildarskráning í leiðinni 🙂

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)

Athugasemdir / Annað:
Þetta svipar til verkefnis Dóru Daggar hér að ofan, bara fyrir eldri nemendur 🙂 Þetta gæti verið gaman fyrir þá nemendur sem eru í sóttkví þar sem þau mega ekki fara út. ´Ágætt að hafa smá kröfur um að lesa, hreyfa sig, dansa, kanna veðrið með allskonar þáttum og bara allt sem okkur dettur í hug þegar við þurfum að „hanga“ heima.