Loom skjáupptökur eru flottar fyrir kennarann sem vill gera stutt og löng kennslumyndbönd með því að taka upp skjáinn. Kennaraaðgangurinn gefur okkur mest 45 mínútur í hverju myndbandi og ótakmarkaðan fjölda myndbanda sem geymist á heimasvæði kennarans hjá Loom. Ekki skemmir fyrir að aðgangurinn er algjörlega ókeypis.