• Stig: Unglingastig
  • Fag: Annað
  • Tegund: Vefsíða/app
  • Höfundur efnis: Sigurrós Ragnarsdóttir sigurros@grindavik.is

Stutt lýsing á verkefni:
Verkefni sem ég fékk hugmynd af eftir að hafa setið fyrirlestur á UTÍS19 (Kevin Brookhouser). Ég fór strax í að undirbúa þetta verkefni með 8.bekknum mínum. Þetta er nokkurs konar gæluverkefni og fá nemendur nokkuð frjálsar hendur með val á verkefni. Þeir þurftu hins vegar að semja söluræðu fyrir mig og ég þurfti að samþykkja val þeirra eða hafna. Sem dæmi þá völdu nemendur: að læra spænsku, að læra á gítar, vefsmíðar, gerð podcast þátta, ljósmyndaverkefni og matar/bökunarvefsíða. Frábært verkefni og fær nemendur til að gera það sem þeir hafa áhuga á.

Slóð á verkefni (best að copy/paste-a inn í þitt eigið skjal ef þú vilt nota þetta verkefni)
https://youtu.be/Q179YidnQIg http://www.20time.org/how

Athugasemdir / Annað:
Í slóð á verkefni setti ég youtube myndband sem ég sýndi bekknum, þau síðan hugsuðu sig um og nokkrum dögum seinna komu þau með hugmyndir. Einnig er slóð á vefsíðuna hans Kevins þar sem hann lýsir verkefninu vel. Mæli með þessu fyrir unglingastig. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna 😉 Við tókum ca.10 vikur í verkefnið, hér er slóð á vikuplanið https://docs.google.com/document/d/1xY50DJ-mbV-ecMgMDRnpLojbmW98M814CWoj8m3BeJ8/edit?usp=sharing en ég deildi því með þeim og þau skiluðu inn í hverri viku.