Þessi viðbót breytir texta á síðum í aðra leturgerð sem á að henta vel fyrir fólk með lestrarörðugleika. Þið einfaldlega sækið viðbótina fyrir Chrome, virkjið hana og allur texti á vefsíðum breytist umsvifalaust. Lítið mál er að kveikja og slökkva á viðbótinni til hægðarauka.