Highlight tool viðbótin gerir manni kleift að búa til flokka með mismunandi litum til að merkja orð í Google Docs. Ég hef notað þetta til að láta nemendur orðflokkagreina texta. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að þegar búið er að merkja orðin er hægt að láta viðbótina raða þeim eftir litum þannig að nafnorðin raðast saman og svo koll af kolli. Með því að líta yfir röðunina er lítið mál að sjá hvort viðkomandi sé búinn að ná grunnfærni í því að greina orð í orðflokka.