Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki. Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem við erum að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta. Ef þú ert nýliði í heimi viðbóta skaltu byrja á því að skoða myndbandið hérna hægra megin sem sýnir þér hvernig þú setur upp viðbætur í Google forritunum.