Nú styttist í að Google Forms Locked Mode komi út en það býður kennurum upp á að geta nýtt rafræn próf án þess að óttast það að nemendur laumist til að finna svörin á netinu þegar kennarinn sér ekki til.  Þegar nemendur opna prófið fyllir það skjáinn og ekkert annað er hægt að opna á meðan.  Ef nemandi fer út úr prófinu þurrkast út öll svör og þegar hann fer inn aftur fær kennarinn meldingu um að tiltekinn einstaklingur hafi farið út úr prófið og opnað það aftur.  Google hefur sett ferlið upp á afar einfaldan hátt því einungis þarf að haka í eitt hak til þess að virkja þennan möguleika.

Google Forms Locked Mode er eingöngu í beta ennþá en mun líklegast verða almennt fljótlega.  Fyrir þá sem vilja sækja um betaútgáfu er það hægt hér