Vefsíðan unsplash.com er algjör snilld fyrir okkur sem viljum ekki þurfa að hafa áhyggjur af höfundaréttarvörðum ljósmyndum til að nota þegar við erum að búa til efni. Þarna inni eru þúsundir af myndum frá atvinnuljósmyndurum sem eru fríar. Full Deck opnar rennu hægra megin með leitarglugga. Maður skrifar inn að hverju verið er að leita og myndirnar birtast fyrir neðan. Smellt er á mynd sem á að nota og hún dettur inn í skjalið þar sem bendillinn er.