Flippity viðbótin virkar með Google Sheets og með því að hafa hana getum við gert ýmislegt skemmtilegt með þessu forriti sem ekki margir nota. Það sem við erum helst að vinna með er möguleikinn á að setja inn nafnalista og raða nemendum í ýmsar stærðir af hópum eða nota hjólið til að fá eitt nafn. Einnig eru fjölmargir aðrir valkostir þarna inni eins og t.d. Hengimann, spurningakeppni og margt margt fleira.