Extension manager er í raun viðbót til að stjórna viðbótum. Við notum viðbætur mismunandi mikið eftir gerð og eiginleika hverrar viðbótar. Of margar viðbætur hægja á vafranum og ekki vill maður vera að taka þær út og hlaða þeim inn þegar verið er að nota þær. Þessi viðbót á við um viðbætur sem virka með Chrome og með henni er einfalt að slökkva og kveikja á viðbótum eftir hentugleika.