Með því að virkja Explore hnappinn í Slides nýtum við okkur það að Google hefur virkjað gervigreindina til að hjálpa okkur að gera fallegar glærur á stuttum tíma. Það er ekki ofsögum sagt að þessi hnappur hefur sparað mér ófáar klukkustundir í vinnu í gegnum árin. Maður einfaldlega setur inn textann sem á að vera á glærunum, hendir inn góðri mynd og ýtir svo á hnappinn og þá birtast tillögur að glæru sem hægt er að ýta á og breytist þá glæran samstundis.