Easy Accents er einföld viðbót sem hægt er að setja upp í bæði Docs og Slides. Það sem hún gerir er að opna rennu hægra megin þar sem valið er tungumál og þar inni er auðvelt að setja inn stafi eins og t.d. í dönsku sem oft er pínu vesen að nálgast annars. Maður ýtir bara á stafinn og hann fer strax inn í skjalið þar sem bendillinn er. Einfaldara getur það varla verið.