Drawings býður upp á skemmtilega möguleika þegar láta á nemendur vinna verkefni. Hægt er að setja inn myndir og talblöðrur/hugsanablöðrur og láta krakkana ímynda sér hvað sögupersónur eru að hugsa. Með því að nota t.d. avatarmaker.com er hægt að láta þau teikna sýna persónu og gæða hana lífi með texta. Einnig er hægt að senda Drawings til krakkanna með því að nota Classroom til að halda utan um verkefnin.