Draftback er skemmtileg viðbót sem tengist við Google Chrome en notast með Google Docs. Þessi viðbót skannar skjalið og spilar hvernig nemandinn skrifaði skjalið. Ef t.d. það kemur mikill texti allt í einu í skjalið þá er það merki um að textinn hafi verið kóperaður inn í skjalið. Einnig er hægt að smella á hlekk efst á spilaða skjalinu og þá sést klukkan hvað var verið að vinna í því og hversu mörg slög hver og einn lagði til í skjalið. Þannig er hægt að fylgjast með í hópavinnu hvernig nemendur hafa unnið verkefnið.