Awesome Screenshot er ein leið til að taka skjáskot. Það sem þessi viðbót, sem er fyrir Chrome, gerir er að áður en hún vistast opnast editor þar sem hægt er að blurra myndir, bæta við texta eða setja inn hluti eins og t.d. örvar. Þetta getur sparað manni vinnu þegar verið er að gera skýringarmyndir eða birta efni til nemenda þar sem hluti af efninu má ekki sjást.