Hægt er að vera með margvíslegar spurningar inni í Forms, allt frá opnum spurningum til krossaspurninga. Hægt er að sækja spurningar úr öðrum Forms eyðublöðum og endurnýta þær í nýju skjali. Hér verður líka skoðað hvernig við setjum inn myndir sem ítarefni við spurningar. Einnig er hægt að stilla Forms til að fara yfir rétt og röng svör og sýnum við hvernig það er gert.